Það rigndi í dag
og hugur minn flögraði ráðlaus um tómið.
Hægt börðust lungun um loftið
og þungt sló biturt hjartað.
Reykurinn steig upp gegnt dropunum
sem hugsanir sveiflandi í járnum.
Þær klófestu sig um mig allan
og héldu mér í föstum skorðum.
Skýin huldu himininn
og lokuðu okkur inni.
Marraði á milli trjáa
þegar droparnir slógust á laufin.
Langt nær slóðin er litið er um öxl
og þungt er hvert einasta spor.
Sólin fjarlægist hægt handan við skýin
hægt, en ákveðin er hún.
Þungt liggur yfir jörðu
flóðið frá himnum.
Rifbein mín halda þétt í skefjum
anda mínum og hjartslætti.
Brátt kemur langur vetur
og bundin erum við einsömul jörðu.