Ég sé heima alla
Er hulinn myrkri og sól
Ég er allra hvela dreki
þitt bergmál og þúsund storma skjól
..Jöklar síga, hafið rís
Hörfa dýrin og gróður
Rofna himna, hopar ís
Heimskautanna sjóður
Öld þagnar
Framkallar
Hörfandi skugga sem talar
Veggjana skrift
Ég dvel hjá þér sem dularvera hljóð
Næðandi tunga í guðageimi
Gnæfandi orð í hugarheimi
Allt hleypir í strand
það ber enginn kennsl á beinin
Sem skola á land